Fréttir

8. mars 2015 – Hestaflutningabíll / Hestaflutningar
Erum komnir með hestaflutninga bíll á fullt, getum tekið alltaf 18 hesta í ferð.

Bílstjóri : ‘Omar 6112360 
12. júní 2013 – Faxaflóahafnir Grundartanga  Erum byrjaðir að skifta um dekk utan á viðlegukantinum á Grundartanga alls 160 dekkjastæður. 
1. mars 2013 – Sveinspróf. Í dag fengu tveir stafsmenn okkar afhent sveinsbréf í Vélvirkjun, til hamingju strákar. 
15. janúar 2013 – Öyggisnámskeið. Í dag var haldið árlegt öryggisnámskeið fyrir starfsmenn Hróars ehf .námskeiðið var haldið í mötuneytinu að Skipanesi fyrirlesari var Pétur Svanbergsson öryggisfulltrúi frá Norðurál, og voru kaffiveitingar á eftir.
 
28. október 2011 – Húsflutningar um Borgarfjörð í vikuni var farið í húsflutninga frá Skipanesi sem leið lá í gegnum Borgarnes og að Laxholti, gekk allt einsog í góðri sögu með lögregluna sem undanfara,  kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. 
20. maí 2011 – Heimsókn frá D-vakt Norðuráls. Í dag fengum við rúmmlega 30 manna hóp í  heimsókn  frá Norðuráli, D-vakt kerskála. 
5. apríl 2011 – Nýjung Tvöföldrúllugreip. sjá nánar: Myndir 
25. febrúar 2011 – Öyggisnámskeið. Í dag var haldið öryggisnámskeið fyrir starfsmenn Hróars ehf .námskeiðið var haldið í mötuneytinu að Skipanesi fyrirlesari var Pétur Svanbergsson öryggisfulltrúi frá Norðurál.
 
9. febrúar 2011 – Reiðhöllin Iðavöllum. Búið er að setja upp milligerði, brynningarskálar og stalla fyrir 19 einshestastíjur í hesthúsinu  í reiðhöllini að Iðavöllum sem hestamanna félagið Freyfaxi á, sem við smíðuðum, fluttum austur. 
28. desember 2010 – Þjónustusamningur við Norðurál Búið er að undirrita þjónustusamning við Norðurál Grundatanga.Enn allt frá byggingatímar verksmiðjunar að Grundartanga höfum við starfað þar .  í kjölfar samningsins  munu starfsfólk Hróars ehf, taka upp sömu öryggisstaðla á verkstæðinu að Skipanesi og eru í gildi á athafnarsvæði Norðuráls. 
4. október 2010 – Er bíllinn þinn á réttum dekkjum Öll allmenn dekkjaþjónusta, umfelgun og jafnvægisstilling fyrir veturinn eða sumarið.útvegum ný eða sóluð dekk undir flest farartæki, vagn og vélar. 
28. september 2010 – Hestagerði Erum nýlega búnir að smíða og setja upp hestagerði Að Laugarlandi Borgarbyggð. 
20. nóvember 2009 – Lífland hf. Grundartanga. Unnið er hörðum höndum þessa mánuði að koma upp fóðurverksmiðju Líflands hf
frá Hróari ehf eru á annan tug starfsmanna að störfum við sílóa og búnaðaruppsetningu fyrir Lífland hf sem stefnir á að ræsa verksmiðjuna á vormánuðum. sjá nánar á lifland.is 
30. maí 2009 – Rimlahlið- pípuhlið Nýlega voru smíðuð tvö rimlahlið fyrir orlofsbúðirnar að Svignaskarði sem við sáum niður setnigu á, fyrir voru þar upprunaleg hávaðasöm pípuhlið. Allit voru sáttir við breytingarnar þar og hljóðleg þykja nýju hliðinn. 
27. apríl 2009 – Hesthús innréttingar Nú er nýlokið uppsetningu  á milligerðum og fóðurstöllum í 14 hesta hús að Hróarsholti.myndir koma vonandi fljótlega. 
18. mars 2009 – Vinna Við hafnarkrana hjá Norðuráli Grundartanga. Þessa daga er unnið að uppsetningu á gas ,loft, ryksugu lögnum ásamt vinnupöllum á súrálslöndunar kranan hjá Norðuráli   
23. september 2007 – Framkvæmdir hafnar við gerð steyptra plana Laugardaginn 22 sept. var byrjað á að undirbúa að steypa plan fyrir framan verkstæðið og er áætlað að steypa plan fyrir framan vélaverkstæði og renniverkstæði í þessum fyrsta áfanga sem er um það bil 300m² 
20. september 2007 – Iðnvélasýning í Slóveníu  Dagana 29.sept.  til 4 okt. fara tveir starfsmenn  fyrirtækisins á Iðnvélasýningu í Slóveníu. Nánar verður sagt frá þessari sýningu þegar þeir koma til baka.